Láttu fara vel um þig á Sumarauka

Sumarauki er lítil, þægileg íbúð í Orihuela Costa, litlum strandbæ í einungis 40 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante á Spáni.

Frábær staðsetning í nágrenni Torrevieja

Sumarauki hentar vel fyrir litla fjölskyldu, par eða einstakling sem vill slaka á í öruggu, rólegu umhverfi. Stutt er í margar frábærar strendur, og fjöldi veitingastaða og kaffihúsa er í göngufjarlægð.

Kjöraðstæður í spænsku sólinni

Íbúðin er á efri hæð í raðhúsi með sérinngangi og góðri loftkælingu.

Öruggt umhverfi

Íbúðin er í lokuðum garði með læstu hliði. Í garðinum er sameiginleg sundlaug.

Góðar vistarverur

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottahús, baðherbergi og notaleg sólstofa.

Svefnpláss fyrir 4–5

Glænýtt hjónarúm er í íbúðinni, tvö einstaklingsrúm og svefnsófi í sólstofunni.

Sólarparadís á þakinu

Fyrir ofan gólfhæð er afgirt sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, stólum, borði, grilli og sólskyggni.

WIFI, Sjónvarp og kaffivél

Góð nettenging er í íbúðinni, sjónvarp með erlendum sjónvarpsstöðvum og forláta Nespresso-kaffivél.

Næg eldhúsáhöld

Borðbúnaður er a.m.k. fyrir 12 manns, örbylgjuofn, ísskápur með frystihólfi, eldavél og bakaraofn.

Dvölin okkar á Sumarauka var algjörlega frábær. Íbúðin var notaleg, hrein og á hentugum stað til að skoða sig um á Costa Blanca-strandlengjunni.

Gvendur á Eyrinni

Ferðalangur og sólardýrkandi

Bankaðu upp á með góðum fyrirvara

Sumarauki er leigður út að lágmarki í fimm sólarhringa. Leiga til lengri tíma er einnig í boði. Sendu okkur línu í tölvupósti.

Festu þér heimilislega orlofsdvöl á Spáni

Sumarauki

Zeniamar-kjarninn

Orihuela Costa, Alicante

sumarauki@sumarauki.is